Stuff.is - Ný vél


Auglýsing Eins og fólk hefur tekið eftir, þá hefur stuff.is vélin verið aðeins hægfara undanfarið, sérstaklega þegar það er álag.
Þess vegna er á áætlun að setja saman nýja vél sem ætti að ráða við meira álag en núverandi vél.

En því miður eru peningarnar af skornum skammti, svo að óskað er nú eftir að fólk fari í gjafmildiskast og gefi smá í sjóðinn.
Ef allt gengur vel, þá er hægt að fá betri vél en ella, eða jafnvel auka búnað.

Ef þig langar að leggja fram pening í sjóðinn, þá er hægt að gera eftirfarandi:
1. Leggja inn fé á bankanúmerið 1101-26-061350, kennitalan er 071183-2119
2. Fá þér hýsingu hjá hýsingarþjónustunni. (Greitt inn á bankareikninginn líka, nema færð ákveðna þjónustu til baka).
3. Gefa mér nýjan og ónotaðan vélbúnað, eða afslátt af honum. (Ef þú vinnur hjá eða átt tölvuverslun).
4. Finna einhvern annan til að gefa í sjóðinn.

Ég hvet alla sem hafa vefsvæði hjá mér að auglýsa þetta á vefnum sínum.

Ég er þakklátur fyrir öll framlög sem fara í sjóðinn. Ef einhverjir velunnarar vilja koma fram á lista yfir góðgerðarfólk ásamt fjárupphæð, þá er hægt að redda því.

Með kveðju,
Svavar Lúthersson (svavarl@stuff.is)

Uppfært 26.09.2004:
Tölvan verður keypt rétt eftir 5. október, svo að féð sem er til umráða verður meira, þar sem flestir viðskiptavinir hýsingarþjónustunnar verða búnir að borga mánaðargjöldin.
Áætlað er að tölvan fari síðan í opinbera notkun um leið og hún er tilbúin til verka.
Það lítur út fyrir að áætluð tölva verði með um 1GB í DDR vinnsluminni miðað við hversu vel söfnunin hefur gengið.

Uppfært 05.10.2004:
Settur hefur verið saman vélbúnaðarlisti yfir það sem verður keypt. Eingöngu helstu hlutir verða nefndir og allur listinn er birtur með fyrirvara um breytingar:
Kassi: Apex TU_155B miðjuturn - án aflgjafa(á sjálfur aflgjafa sem virkar)
Móðurborð: Abit AN7/SocketA með FSB400 og SATA stuðningi
Örgjörvi: AMD Athlon XP 3200+ 2.2 GHz og 400MHz bus speed
Vinnsluminni: MDT DDR 1024MB 400MHz

Tölvan verður pöntuð 6. október og vonandi kemur hún í hús sama dag. Hún verður síðan vonandi búin að taka við núverandi vél síðar í vikunni.

Uppfært 07.10.2004:
Nýja vélin er komin í hús og verið er að vinna við að undirbúa hana undir skiptin. Áætlað er að þau verði á laugardaginn eða sunnudaginn.

Uppfært 12.10.2004:
Vélin mun vera sett upp 13. október ef allt gengur upp. Vil taka tækifærið og þakka öllum sem komu að uppsetningunni og sérstaklega þeim sem gáfu í söfnunina.

Samtals gefið: 17.231 kr.

Listi yfir góðgerðarfólk (í gjafaröð, nýjast efst)

Jón Þór Halldórssson - 5 kr.
Davíð Þór Sævarsson - 3 kr. - Geek.is
Sætu stelpurnar á nude.is - 3333 kr. - Nude.is
Elskulegir notendur Sprell.net - 2999 kr. - Sprell.net
Börkur Þór Björgvinsson (BudIcer) - 2901 kr. - Hugi.is (að ósk gefanda)
Jakob - 3 kr. - Jakob.mullog.com
Ólafur Waage - 4 kr.
Trivia.is - 2650 kr. - Trivia.is
Ónefndur #2 - 252 kr.
Jökull Másson - 10 kr. - Jokull.net
Björn Þór Karlsson - 1500 kr.- Bjornthor.com
Magnús Sigurbjörnsson - 200 kr. - Maggi.is
Smári Guðnason - 9 kr.
Ónefndur #1 - 2500 kr.
Tumi Steingrímsson - 330 kr. - Mainframe.geek.is
Ingvar Linnet - 32 kr.
Halldór Eldjárn - 500 kr. - Dorel.stuff.is
[Þegar einhver gefur aftur, þá er hann/hún sett(ur) efst á listann og upphæðinni bætt við]