Stuff.is - Styrkir


Auglýsing Stuff.is er alltaf að stækka og er markmiðið nú að bæta við hörðum diski fyrir gagnasöfn eins og download.stuff.is, windows.stuff.is, files.unreal.is og files.half-life.is en þau eru (því miður) eingöngu aðgengileg þeim sem hafa íslenskar IP tölur.

Markið hefur verið sett á að fá glænýjan 400 gígabæta harðan disk (kostar um 30 þúsund krónur) og ætti það að vera góð stækkun á núverandi plássi og gefa möguleika á því að hafa meira efni á vefsvæðunum. Ef það safnast saman miklu meira, þá verða bara keyptir fleiri diskar.

Ef þú hefur notað svæðið, hvort sem það er lítið eða mikið, þá er bara um að gera að styrkja gott málefni og tryggja margfalt betri framtíð fyrir gagnasöfnin.

Ef þig langar að leggja fram pening í sjóðinn, þá er hægt að gera eftirfarandi:
1. Leggja inn fé á bankanúmerið 0327-13-11212, kennitalan er 071183-2119
2. Finna fleiri til að gefa í sjóðinn.

Ég er þakklátur fyrir öll framlög sem fara í sjóðinn. Ef einhverjir velunnarar vilja koma fram á lista yfir góðgerðarfólk ásamt fjárupphæð, þá er hægt að redda því.

Með kveðju,
Svavar Lúthersson (stuff@stuff.is)

12.07.2005:
Sumir hafa spáð í ástæðunni fyrir því af hverju markmiðið er á 400 gígabæta diski en ekki 2x200 gígabæta diskum. Hún er sú að það er ekki endalaust harðadiskpláss í vélinni og er verið að hugsa um framtíðina. Þar að auki er enginn möguleiki á að diskarnir verði hafðir í "RAID", nánar sagt "striping RAID", vegna áhættunnar við gagnatap ef einhver diskanna bilar. Hins vegar er opið fyrir hugmyndina um að kaupa 2 minni diska ef að styrkirnir til harðadiskakaupa verða ekki nægir en verða þó ekki í RAID.

07.07.2005:
Söfnun fyrir hörðum diski hefst.

Samtals gefið: 13.025 kr.

Velunnarar sem vilja láta síns getið:
Kristján Steinarsson - 2000 kr.
Bjartmar - 3500 kr.
Ingvar Linnet - 3000 kr.
Davíð M. - 1000 kr.
Magnús Sólbjörnsson - 274 kr.
Jökull Másson - 250 kr.
Magnús Þór Jónsson - 1 kr.
Aðrir - 3000 kr.

Ef ekki tekst að safna fyrir 400 gígabæta disknum verður farið í að kaupa eins stóran disk og hægt er fyrir upphæðina, en þó ekki minni en 200 gígabæti. Allur afgangur af fjárhæðum sem fer í sett markmið rennur óskiptur til greiðslu á rekstri stuff.is vélarinnar. Takist ekki að safna upp í a.m.k. 200 gígabæta hörðum diski verður fjárhæðinni notað í viðhald og rekstur.